Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:44 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/stefán Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38