Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en úrslitasundið kláraðist rétt í þessu. Jón Margeir kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong.
Jón Margeir keppti á 2. braut í dag en hann var með fimmta besta tímann í undanrásunum fyrr í dag er hann kom í mark á 2:00,01, hálfri sekúndu frá tímanum sem skilaði honum gullverðlaunum á Paralympics 2012.
Var hann tæpum þremur sekúndum á eftir ástralska sundkappanum Daniel Fox í undanrásunum en Daniel hafnaði í öðru sæti í London 2012.
Jón Margeir byrjaði sundið af krafti og var fremstu að 50 metrum loknum en Daniel Fox og Wai Lok Tang tóku fram úr honum á næstu fimmtíu metrum og var hann því í þriðja sæti þegar sundið var hálfnað.
Jón missti Thomas Hamer fram úr sér á næstu fimmtíu metrum en hann náði að ljúka sundinu af krafti og hafnaði í fjórða sæti á tímanum 1:57,50, rúmlega tveimur sekúndum fljótar en þegar hann tók gullið í London fyrir fjórum árum.
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti