Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 19:05 „Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31