Segir aldursreglu Samfylkingarinnar vanhugsaða Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. september 2016 18:48 Ætlar að hella sér í jólabókaflóðið í ár og vonast eftir að komast aftur á þing. Vísir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur er 44 ára gömul og nokkuð ný á nálinni hvað stjórnmál varðar sé miðað við starfsaldur hennar á alþingi. Hún var áður þingmaður Hreyfingarinnar frá árunum 2009 – 2013. Nýverið gekk hún til liðs við Samfylkinguna og gaf kost á sér í 1. – 2. sætið í flokksvali fyrir alþingiskosningar fyrir Suðurvesturkjördæmi sem fram fór í gærkvöldi. Þar hafnaði hún í þriðja sæti á eftir Árna Páli Árnasyni og Margréti Gauju Magnúsdóttur eftir að hafa hlotið 514 atkvæði flokksmanna sinna. Vegna reglna flokksins um kynja- og aldurssamsetningu á framboðslistum verður hún þó ekki í þriðja sæti heldur í því fimmta. Vegna þessa verður bæði Semu Erlu Serdar og Guðmundi Ara Sigurjónssyni lyft upp fyrir hana. „Samkvæmt reglunni þá verður að vera einn undir 35 ára í efstu þremur sætunum. Mér skilst að þetta sé regla sem ungliðahreyfingin kom á en þar er hámarksaldur 35 ár,“ segir Margrét. „Samfylkingin hefur boðið upp á að hafa annað hvort para- eða fléttulista. Það var ákveðið að hafa para lista núna sem þýðir að á framboðslistunum eru alltaf karl og kona til skiptis.“Bendir á að Margrét er 39 áraMargrét segir að með þessu hafi Samfylkingin vilja tryggja nýliðun. Hún segist skilja ástæður þess að reglan hafi verið sett á sínum tíma en telur að hún hafi verið vanhugsuð. „Svo er auðvitað spurning hvað hefði gerst ef Margrét Gauja hefði lent í þriðja sæti? Hún er 39 ára. Það er ekki eins og við séum háaldraðar. Ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið svona góða kosningu eftir að hafa komið inn úr öðrum flokki. Ég ætti að vera alveg alsæl en það er svolítið fúlt að vera dregin niður vegna aldurs. Ég enda í 5. sæti sem er ekki einu sinni bindandi sæti. Það er því ekki einu sinni víst að ég verði á listanum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06 Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22 Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir rithöfundur er 44 ára gömul og nokkuð ný á nálinni hvað stjórnmál varðar sé miðað við starfsaldur hennar á alþingi. Hún var áður þingmaður Hreyfingarinnar frá árunum 2009 – 2013. Nýverið gekk hún til liðs við Samfylkinguna og gaf kost á sér í 1. – 2. sætið í flokksvali fyrir alþingiskosningar fyrir Suðurvesturkjördæmi sem fram fór í gærkvöldi. Þar hafnaði hún í þriðja sæti á eftir Árna Páli Árnasyni og Margréti Gauju Magnúsdóttur eftir að hafa hlotið 514 atkvæði flokksmanna sinna. Vegna reglna flokksins um kynja- og aldurssamsetningu á framboðslistum verður hún þó ekki í þriðja sæti heldur í því fimmta. Vegna þessa verður bæði Semu Erlu Serdar og Guðmundi Ara Sigurjónssyni lyft upp fyrir hana. „Samkvæmt reglunni þá verður að vera einn undir 35 ára í efstu þremur sætunum. Mér skilst að þetta sé regla sem ungliðahreyfingin kom á en þar er hámarksaldur 35 ár,“ segir Margrét. „Samfylkingin hefur boðið upp á að hafa annað hvort para- eða fléttulista. Það var ákveðið að hafa para lista núna sem þýðir að á framboðslistunum eru alltaf karl og kona til skiptis.“Bendir á að Margrét er 39 áraMargrét segir að með þessu hafi Samfylkingin vilja tryggja nýliðun. Hún segist skilja ástæður þess að reglan hafi verið sett á sínum tíma en telur að hún hafi verið vanhugsuð. „Svo er auðvitað spurning hvað hefði gerst ef Margrét Gauja hefði lent í þriðja sæti? Hún er 39 ára. Það er ekki eins og við séum háaldraðar. Ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið svona góða kosningu eftir að hafa komið inn úr öðrum flokki. Ég ætti að vera alveg alsæl en það er svolítið fúlt að vera dregin niður vegna aldurs. Ég enda í 5. sæti sem er ekki einu sinni bindandi sæti. Það er því ekki einu sinni víst að ég verði á listanum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06 Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22 Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06
Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22
Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04