Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 00:51 "Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti,“ segir Páll. Mynd/Håkon Broder Lund Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57
Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01