Þannig náði hann mun betur til áhorfenda og spjallaði meira en á fyrri tónleikunum. Það má jafnvel segja að hann hafi opnað hjarta sitt fyrir allan peninginn í gærkvöldi en áður en hann tók lagið Life is Worth Living sagði hann að lífið væri ekki alltaf auðvelt.
„Mörg ykkar gætuð spurt eða sagt: „Justin, þú hefur allt. Hvaða erfiðleika gætir þú mögulega verið að glíma við?“ Við erum öll óörugg, við öll eigum okkar ferðir og erfiðleika. [...] Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvort að lífið sé þess virði að lifa því? Ég vil segja að lífið er þess virði að lifa því?“ sagði Bieber og renndi sér síðan í samnefnt lag við gríðarlegan fögnuð áhorfenda.
Líkt og á fyrri tónleikunum var uppklappslagið hið vinsæla Sorry en í því dansar Bieber í rigningunni ásamt dönsurum sínum. Í gær kom hann fram ber að ofan við mikla kátínu viðstaddra og kvaddi Kórinn með þessum orðum:
„Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf. Ég elska ykkur svo mikið. Takk kærlega fyrir mig!“
Hér að ofan má sjá brot úr Sorry frá því í gær og hér fyrir neðan nokkur myndbönd sem tónleikagestir deildu í gær á Instagram.