Pavel vill vera leikstjórnandi: Vil fá boltann og láta til mín taka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2016 07:00 Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira