Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:08 Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið. Alþingi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið.
Alþingi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira