Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2016 13:26 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa fundinn upp úr klukkan 14:30. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Vísir/Eyþór Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27