Lotus 3-Eleven náði tímanum 7:06 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 11:11 Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan. Bílar video Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent
Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent