Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.
Þorvaldur er fæddur á Akranesi árið 1957 og er þriggja dætra faðir. Hann hefur verið formaður Parkisonsamtakanna, Menningartengsla Albaníu og Íslands, Sósíalistafélagsins og Rauðs vettvangs. Þá hefur hann verið í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Hagsmunasamtaka heimilanna, Heimssýnar, Vinstri grænna og DíaMats, að því er segir í tilkynningu frá Alþýðufylkingunni. Þorvaldur er jafnframt einn stofnenda Alþýðufylkingarinnar.
Þorvaldur leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík suður
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
