Ban Ki-moon: Engin „áætlun B“ því við eigum ekki „reikistjörnu B“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2016 20:08 Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira