Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 19:10 Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra. Visir/Ap Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15