„Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar" Una Sighvatsdóttir skrifar 9. október 2016 21:30 Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira