Samfélagsmiðlar ýta undir kvíða Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 7. október 2016 07:00 Stelpur sem búa við erfiða fjárhagsstöðu eru í mestri hættu á að þjást af kvíða. NordicPhotos/Getty Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00