Segir Obama að „fara til helvítis“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2016 17:40 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna að fara til helvítis í dag. Hann sagði Bandaríkin hafa neitað að selja ríkisstjórn sinni vopn, en honum væri slétt sama þar sem þeir myndu þess í stað kaupa þau frá Rússlandi og Kína.Duterte flutti þrjár ræður í Manila, höfuðborg landsins, í dag þar sem hann sagðist ætla að gera grundvallarbreytingar á utanríkisstefnu Filippseyja. Hann sakaði Bandaríkin um að hafa brugðist þjóðinni. Á einum tímapunkti sagðist Duterte ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Ef þú vilt ekki selja okkur vopn, förum við til Rússlands. Ég hef sent hershöfðingja til Rússlands og Rússland sagði: „Hafðu engar áhyggjur, við eigum allt sem þú þarft, við munum útvega þér það“. Kína sagði: „Komdu bara og skrifaðu undir og allt verður afhent,“ sagði Duterte. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, John Kirby, segir ummæli Duterte stangast á við gott samband Filippseyja og Bandaríkjanna og þá miklu samvinnu sem þjóðirnar hafi staðið og standi enn í undir Rodrigo Duterte. Forsetinn beindi reiði sinni einnig að Evrópusambandinu og sagði að þeir þyrftu að fara í hreinsunareld þar sem helvíti væri fullt. Bandaríkin, ESB, Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt „átak“ Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Talið er að rúmlega þrjú þúsund grunaðir fíkniefnasalar og neytendur hafi verið banað af lögreglu og hópum vopnaðs fólks í landinu á einungis þremur mánuðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Duterte vandar Obama ekki kveðjurnar en hann hefur áður kallað hann „hóruson“. Tengdar fréttir Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna að fara til helvítis í dag. Hann sagði Bandaríkin hafa neitað að selja ríkisstjórn sinni vopn, en honum væri slétt sama þar sem þeir myndu þess í stað kaupa þau frá Rússlandi og Kína.Duterte flutti þrjár ræður í Manila, höfuðborg landsins, í dag þar sem hann sagðist ætla að gera grundvallarbreytingar á utanríkisstefnu Filippseyja. Hann sakaði Bandaríkin um að hafa brugðist þjóðinni. Á einum tímapunkti sagðist Duterte ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Ef þú vilt ekki selja okkur vopn, förum við til Rússlands. Ég hef sent hershöfðingja til Rússlands og Rússland sagði: „Hafðu engar áhyggjur, við eigum allt sem þú þarft, við munum útvega þér það“. Kína sagði: „Komdu bara og skrifaðu undir og allt verður afhent,“ sagði Duterte. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, John Kirby, segir ummæli Duterte stangast á við gott samband Filippseyja og Bandaríkjanna og þá miklu samvinnu sem þjóðirnar hafi staðið og standi enn í undir Rodrigo Duterte. Forsetinn beindi reiði sinni einnig að Evrópusambandinu og sagði að þeir þyrftu að fara í hreinsunareld þar sem helvíti væri fullt. Bandaríkin, ESB, Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt „átak“ Duterte gegn fíkniefnum í Filippseyjum. Talið er að rúmlega þrjú þúsund grunaðir fíkniefnasalar og neytendur hafi verið banað af lögreglu og hópum vopnaðs fólks í landinu á einungis þremur mánuðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Duterte vandar Obama ekki kveðjurnar en hann hefur áður kallað hann „hóruson“.
Tengdar fréttir Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao. 15. september 2016 10:15
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Ætlar að segja þúsundum embættismanna upp Rodrigo Duterte segir uppsagnirnar hluta af baráttu gegn spillingu. 22. ágúst 2016 08:19
Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58