Bróðir minn hafði rétt fyrir sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2016 08:00 Danny Willett á Rydernum um helgina. vísir/getty Bróðir kylfingsins Danny Willett gerði bróður sínum lítinn greiða er hann urðaði yfir bandaríska áhorfendur í aðdraganda Ryder-bikarsins. Willett fékk því ansi óblíðar móttökur frá áhorfendum í Minneapolis og náði sér aldrei á strik. Var slakur og tapaði öllum sínum leikjum. Bróðir hans sagði í aðdraganda mótsins að bandarískir áhorfendur væru feitir, heimskir og óþolandi. Það þyrfti að þagga niður í þessum óþolandi pöbbum með Colgate-brosið og Lego-hárið sitt. Hann hélt svo áfram að drulla yfir þá í pistli sínum. „Því miður sýndu áhorfendur að bróðir minn hafði rétt fyrir sér. Sumir vita ekki hvenær á að hætta. Það er synd,“ skrifaði Willett á Twitter en bætti við að það afsakaði ekki lélega spilamennsku hans. Rory McIlroy lenti líka í miklum dónaskap áhorfenda og á laugardeginum bað hann um að einn dónalegur áhorfandi yrði fjarlægður af svæðinu. Hvort sem það var áhorfendum að þakka eða ekki þá völtuðu Bandaríkjamenn yfir Evrópu í Ryder-bikarnum. Golf Tengdar fréttir Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00 Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23 Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30 Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bróðir kylfingsins Danny Willett gerði bróður sínum lítinn greiða er hann urðaði yfir bandaríska áhorfendur í aðdraganda Ryder-bikarsins. Willett fékk því ansi óblíðar móttökur frá áhorfendum í Minneapolis og náði sér aldrei á strik. Var slakur og tapaði öllum sínum leikjum. Bróðir hans sagði í aðdraganda mótsins að bandarískir áhorfendur væru feitir, heimskir og óþolandi. Það þyrfti að þagga niður í þessum óþolandi pöbbum með Colgate-brosið og Lego-hárið sitt. Hann hélt svo áfram að drulla yfir þá í pistli sínum. „Því miður sýndu áhorfendur að bróðir minn hafði rétt fyrir sér. Sumir vita ekki hvenær á að hætta. Það er synd,“ skrifaði Willett á Twitter en bætti við að það afsakaði ekki lélega spilamennsku hans. Rory McIlroy lenti líka í miklum dónaskap áhorfenda og á laugardeginum bað hann um að einn dónalegur áhorfandi yrði fjarlægður af svæðinu. Hvort sem það var áhorfendum að þakka eða ekki þá völtuðu Bandaríkjamenn yfir Evrópu í Ryder-bikarnum.
Golf Tengdar fréttir Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00 Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23 Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30 Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum. 29. september 2016 13:00
Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Stuðningsmaður Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum truflaði Henrik Stenson og setti svo púttið hans niður. 29. september 2016 19:23
Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns Enski kylfingurinn Danny Willett hefur þurft að biðjast afsökunar á dónalegum orðum bróður síns í aðdraganda Ryder Cup. 29. september 2016 10:30
Bandaríkin sigurvegarar á heimavelli í Ryder-bikarnum Bandaríska sveitin hafði betur gegn Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi sem lauk rétt í þessu en þetta er í fyrsta skiptið síðan 2008 sem Bandaríkin hafa betur í þessu sögufræga golfmóti. 2. október 2016 21:45