Flokksþingi Framsóknarflokksins lauk síðdegis í dag en á þinginu fóru fram kosningar til formanns flokksins, varaformanns og ritara.
Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn nýr formaður flokksins en Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við sem varaformaður. Jón Björn Hákonarson var kjörinn ritari flokksins.
Eygló Harðardóttir hafði lýst yfir framboði sínu til varaformans Framsóknar, að því skilyrði uppfylltu að Sigurður Ingi Jóhannsson myndi vera kjörinn formaður. Þrátt fyrir að formannskjörið hafi farið með þeim hætti sem það gerði, dró Eygló framboð sitt til varaformanns flokksins til baka og lýsti yfir stuðningi við Lilju Dögg.
Óska nýrri forystu innilega til hamingju með kjörið og alls hins besta í sínum störfum #framsokn2016 pic.twitter.com/cyzf3eJLvn
— Eygló Harðar (@EygloHardar) October 2, 2016