Lilja býður sig fram til varaformanns Framsóknar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2016 11:04 Lilja Alfreðsdóttir í Háskólabíói fyrr í dag. Vísir/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29
Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58