Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 11:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ? Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ?
Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira