Þótti skrítin grein í byrjun Gunþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2016 09:45 "Stundum höfum við sem erum í þessu fagi sagt að nafn námsgreinarinnar gefi óþarflega þrönga mynd af náminu,“ segir Þorgerður. Fréttablaðið/Valgarður Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira