Sammála um að bæta þurfi samgöngur í Suðurkjördæmi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. október 2016 23:30 Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira