Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.
Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnum
Frásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.

Nafnlaus óhróður á netinu
Frásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni.
Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.
Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingja
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi.
Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.
Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook.