Gerðum það sem okkur datt í hug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2016 10:00 "Þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist allt mjög mikið til batnaðar,“ segir Óli Gunnar. Vísir/Eyþór Árnason „Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira