Lars ætlar ekki að taka við Noregi eða Skotlandi: „ Ég hef samt lært að loka engum dyrum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 10:15 Lars Lagerbäck hefur engan áhuga á að taka við norska landsliðinu eða því skoska en sérfræðingar þar í landi hafa kallað eftir þjónustu Svíans sem kom Íslandi í átta liða úrslit EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni í sumar. Lars kvaddi Íslandi með stæl eftir fimm frábær ár þegar strákarnir okkar töpuðu fyrir Frakklandi í átta liða úrslitum EM. Hann settist ekki í helgan stein heldur tók hann við starfi sérstaks ráðgjafa sænska landsliðsins sem hann þjálfaði um árabil og kom fimm sinnum á stórmót.Sjá einnig:Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Svíinn, sem er orðinn 68 ára gamall, vinnur samhliða landsliðsþjálfaranum Janne Andersson og hefur ýmislegt til málanna að leggja þegar kemur að því að velja sænska landsliðshópinn. „Það er ekki draumur minn að fara í nýtt starf núna. Ég sagði Íslendingunum að vonandi yrði ég skynsamur og myndi hætta en þegar Janne hringdi fannst mér það spennandi sem hann hafði að segja,“ sagði Lars í beinni útsendingu í morgunsjónvarpi TV4 í Svíþjóð í morgun. „Ég hef samt lært að loka engum dyrum en það kæmi mér gríðarlega á óvart ef ég myndi stökkva á nýtt fullt starf,“ sagði Lars Lagerbäck. Viðtalið við Lagerbäck á sænsku má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur engan áhuga á að taka við norska landsliðinu eða því skoska en sérfræðingar þar í landi hafa kallað eftir þjónustu Svíans sem kom Íslandi í átta liða úrslit EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni í sumar. Lars kvaddi Íslandi með stæl eftir fimm frábær ár þegar strákarnir okkar töpuðu fyrir Frakklandi í átta liða úrslitum EM. Hann settist ekki í helgan stein heldur tók hann við starfi sérstaks ráðgjafa sænska landsliðsins sem hann þjálfaði um árabil og kom fimm sinnum á stórmót.Sjá einnig:Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Svíinn, sem er orðinn 68 ára gamall, vinnur samhliða landsliðsþjálfaranum Janne Andersson og hefur ýmislegt til málanna að leggja þegar kemur að því að velja sænska landsliðshópinn. „Það er ekki draumur minn að fara í nýtt starf núna. Ég sagði Íslendingunum að vonandi yrði ég skynsamur og myndi hætta en þegar Janne hringdi fannst mér það spennandi sem hann hafði að segja,“ sagði Lars í beinni útsendingu í morgunsjónvarpi TV4 í Svíþjóð í morgun. „Ég hef samt lært að loka engum dyrum en það kæmi mér gríðarlega á óvart ef ég myndi stökkva á nýtt fullt starf,“ sagði Lars Lagerbäck. Viðtalið við Lagerbäck á sænsku má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira