Lengsta þingi sögunnar frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 13:31 Alþingi snýr aftur að loknum kosningum. vísir/eyþór 145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Alþingi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Alþingi Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira