Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2016 15:10 Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25