Engin sátt verði um að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð verði skildir eftir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 16:37 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Eyþór Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira