Aldarfjórðungur liðinn frá Bermúdaskálinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:15 "Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ segir Björn um árangur íslensku briddssveitarinnar fyrir 25 árum úti í Japan. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016. Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016.
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning