Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. október 2016 17:16 „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn og áttu ekki sinn besta dag að mati Einars. Einar hefur klippt til tíu atriði úr leiknum þar sem hann segir halla verulega á sína menn. Hann segist ekki hafa fundið neitt atvik þar sem hallaði á Aftureldingu. „Ég hvet menn til þess að finna einhver atriði þar sem hallar á Aftureldingu í leiknum. Frammistaða dómaranna var hörmung en er það tilviljun að ákvarðanir þeirra séu bara á annan veginn? Þetta er mjög sérstakt.“ Lið Einars tapaði leiknum með fimm marka mun, 22-27. Jafnt var á með liðunum lengstum en Afturelding átti síðustu fimm mínútur leiksins. En af hverju telur Einar að dómaraparið dæmi gegn Stjörnunni?Er þetta tilviljun? „Það er mér hulin ráðgáta. Ég skil það ekki. En ef menn horfa á leikinn og skoða þessar klippur þá sést það bara að dómararnir dæma á móti okkur. Hvort það sé vísítandi eða ekki veit ég ekki. Þetta er Evrópupar, okkar næstbesta par og þetta er frammistaðan sem okkur er boðið upp á. Er það tilviljun að það séu tíu atriði sem hægt er að finna auðveldlega? Þetta eru stór atriði sem hafa gríðarlega mikil áhrif á leikinn og þau eru öll gegn okkur,“ segir Einar en hefur Stjarnan verið að fá áberandi lélega dómgæslu hjá þessu dómarapari? „Ég var nú ekki alltaf par sáttur við þá er ég þjálfaði hjá Fram á sínum tíma. Þeir hafa bara dæmt einn annan leik hjá okkur í vetur og hann var ágætlega dæmdur,“ segir Einar og vill að dómararnir axli sína ábyrgð líkt og þjálfarar þurfi að gera.Arnar Sigurjónsson, annar dómara leiksins.vísir/ernir„Það má vel vera að þeir hafi átt slæman dag og það sé bara ótrúleg tilviljun að það hafi verið allt gegn okkur. Ég kalla þá bara eftir því að menn biðjist afsökunar. Ég hef nú margoft þurft að biðjast afsökunar á hinu og þessu. Þessi hegðun hjá dómurunum var ekki boðleg í þessum leik. Ég kalla þá eftir því að stjórn HSÍ fari fram á að þeir biðjist afsökunar á sinni frammistöðu. „Mér er refsað. Ég fékk rautt spjald í lok leiksins. Erum við ekki allir þátttakendur og starfsmenn leiksins? Við þjálfarar erum oft beðnir um að biðjast afsökunar á okkar ummælum en svo labba dómarar bara um kokhraustir eftir leik og fannst þeir örugglega dæma frábærlega,“ segir Einar ósáttur. „Er maður rýnir í leikinn kemur allt annað í ljós og það allt gegn öðru liðinu. Þetta hafði klárlega áhrif á úrslit leiksins. Það segir sig sjálft. Þetta er spurning um stóra dóma. Tvær mínútur, mörk og vítaköst. Það er absúrd að annað liðið fái alla þessa dóma á móti sér. Annar dómarinn er uppalinn Mosfellingur og ég held að hann hafi æft handbolta með Aftureldingu. Maður fer að spyrja sig spurninga eftir svona frammistöðu.“Fáranlegt rautt spjald Einar var líka mjög óhress með að fá rautt spjald eftir leik lauk. „Þar kórónuðu þeir sína frammistöðu. Það var algjörlega fáranlegt. Þeir vísa mér í burtu og þegar ég er að labba í burtu kemur annar dómarinn á eftir mér til þess að gefa mér rautt spjald. Ég var þá búinn að gera þeim grein fyrir skoðun minni á þeirra frammistöðu í leiknum. Þeir höfðu ekkert út á það að setja. Sögðu mér að fara í burtu og ég gerði það. Það var greinilega ekki nóg. Þeir skömmuðust sín ekki meira fyrir frammistöðuna en að þeir ákveða að henda á mig rauðu spjaldi eftir leik svo ég verði örugglega í banni í næsta leik,“ segir Einar en er hann með einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bæta þetta starfsumhverfi dómaranna? „Það hafa komið fram fullt af hugmyndum en því er eiginlega öllu vísað í burtu. Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann. Er einhver myndbandsvinna? Er verið að gera eitthvað? Það er ekki verið að gera neitt. Við þjálfarar eigum að senda inn myndbönd ef við viljum hjálpa dómurunum. Þeir eru bara á launum við sín störf og við í okkar. Þeir ættu því að geta unnið betur í sínum málum.“ Stóru atvikin úr leiknum að mati Einars má sjá hér að ofan. Þar vill Einar fyrst fá brottrekstur, svo víti og brottrekstur. Hann er svo ekki sammála víta og fríkastdómum. Hans maður fær 2 mínútur þó svo hann fari ekki í andlit andstæðings. Svo er hann ósáttur við vítadóm, að ekki séu dæmd skref og svona mætti áfram telja. Dæmi svo hver fyrir sig. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
„Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn og áttu ekki sinn besta dag að mati Einars. Einar hefur klippt til tíu atriði úr leiknum þar sem hann segir halla verulega á sína menn. Hann segist ekki hafa fundið neitt atvik þar sem hallaði á Aftureldingu. „Ég hvet menn til þess að finna einhver atriði þar sem hallar á Aftureldingu í leiknum. Frammistaða dómaranna var hörmung en er það tilviljun að ákvarðanir þeirra séu bara á annan veginn? Þetta er mjög sérstakt.“ Lið Einars tapaði leiknum með fimm marka mun, 22-27. Jafnt var á með liðunum lengstum en Afturelding átti síðustu fimm mínútur leiksins. En af hverju telur Einar að dómaraparið dæmi gegn Stjörnunni?Er þetta tilviljun? „Það er mér hulin ráðgáta. Ég skil það ekki. En ef menn horfa á leikinn og skoða þessar klippur þá sést það bara að dómararnir dæma á móti okkur. Hvort það sé vísítandi eða ekki veit ég ekki. Þetta er Evrópupar, okkar næstbesta par og þetta er frammistaðan sem okkur er boðið upp á. Er það tilviljun að það séu tíu atriði sem hægt er að finna auðveldlega? Þetta eru stór atriði sem hafa gríðarlega mikil áhrif á leikinn og þau eru öll gegn okkur,“ segir Einar en hefur Stjarnan verið að fá áberandi lélega dómgæslu hjá þessu dómarapari? „Ég var nú ekki alltaf par sáttur við þá er ég þjálfaði hjá Fram á sínum tíma. Þeir hafa bara dæmt einn annan leik hjá okkur í vetur og hann var ágætlega dæmdur,“ segir Einar og vill að dómararnir axli sína ábyrgð líkt og þjálfarar þurfi að gera.Arnar Sigurjónsson, annar dómara leiksins.vísir/ernir„Það má vel vera að þeir hafi átt slæman dag og það sé bara ótrúleg tilviljun að það hafi verið allt gegn okkur. Ég kalla þá bara eftir því að menn biðjist afsökunar. Ég hef nú margoft þurft að biðjast afsökunar á hinu og þessu. Þessi hegðun hjá dómurunum var ekki boðleg í þessum leik. Ég kalla þá eftir því að stjórn HSÍ fari fram á að þeir biðjist afsökunar á sinni frammistöðu. „Mér er refsað. Ég fékk rautt spjald í lok leiksins. Erum við ekki allir þátttakendur og starfsmenn leiksins? Við þjálfarar erum oft beðnir um að biðjast afsökunar á okkar ummælum en svo labba dómarar bara um kokhraustir eftir leik og fannst þeir örugglega dæma frábærlega,“ segir Einar ósáttur. „Er maður rýnir í leikinn kemur allt annað í ljós og það allt gegn öðru liðinu. Þetta hafði klárlega áhrif á úrslit leiksins. Það segir sig sjálft. Þetta er spurning um stóra dóma. Tvær mínútur, mörk og vítaköst. Það er absúrd að annað liðið fái alla þessa dóma á móti sér. Annar dómarinn er uppalinn Mosfellingur og ég held að hann hafi æft handbolta með Aftureldingu. Maður fer að spyrja sig spurninga eftir svona frammistöðu.“Fáranlegt rautt spjald Einar var líka mjög óhress með að fá rautt spjald eftir leik lauk. „Þar kórónuðu þeir sína frammistöðu. Það var algjörlega fáranlegt. Þeir vísa mér í burtu og þegar ég er að labba í burtu kemur annar dómarinn á eftir mér til þess að gefa mér rautt spjald. Ég var þá búinn að gera þeim grein fyrir skoðun minni á þeirra frammistöðu í leiknum. Þeir höfðu ekkert út á það að setja. Sögðu mér að fara í burtu og ég gerði það. Það var greinilega ekki nóg. Þeir skömmuðust sín ekki meira fyrir frammistöðuna en að þeir ákveða að henda á mig rauðu spjaldi eftir leik svo ég verði örugglega í banni í næsta leik,“ segir Einar en er hann með einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bæta þetta starfsumhverfi dómaranna? „Það hafa komið fram fullt af hugmyndum en því er eiginlega öllu vísað í burtu. Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann. Er einhver myndbandsvinna? Er verið að gera eitthvað? Það er ekki verið að gera neitt. Við þjálfarar eigum að senda inn myndbönd ef við viljum hjálpa dómurunum. Þeir eru bara á launum við sín störf og við í okkar. Þeir ættu því að geta unnið betur í sínum málum.“ Stóru atvikin úr leiknum að mati Einars má sjá hér að ofan. Þar vill Einar fyrst fá brottrekstur, svo víti og brottrekstur. Hann er svo ekki sammála víta og fríkastdómum. Hans maður fær 2 mínútur þó svo hann fari ekki í andlit andstæðings. Svo er hann ósáttur við vítadóm, að ekki séu dæmd skref og svona mætti áfram telja. Dæmi svo hver fyrir sig.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira