Máttur Facebook skilaði atkvæðinu heim frá Kanada Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:06 Aðalheiður. Skjáskota af heimasíðu CBC. Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi. Kosningar 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira