Gunnar Bragi: „Mér urðu á smávægileg mistök“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. október 2016 16:31 Gunnar Bragi er ánægður með nýja stjórn Matís. Vísir/Stefán „Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Ég gekk í þetta verk núna og mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstaklingi í formennskuna. Það reyndist rangt. Ég fór þá í að leiðrétta það en það er það sem við erum að gera núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skipan einstaklinga í stjórn Matís. Brynhildur Davíðsdóttir hafði verið skipuð til að gegna formennsku í stjórninni og hafði hún verið kjörin á aðalfundi. Hún hafði hinsvegar hafnað boðinu um stjórnarsetuna. Gunnar Bragi hefur gert það að tillögu sinni að Sjöfn Sigurgísladóttir taki við formennskunni. „Ætlun mín var að hafa stjórnarformanninn úr háskólasamfélaginu, með slíka reynslu. Ég er mjög ánægður með að Sjöfn Sigurgísladóttir ætlar að taka þetta að sér. Hún var forstjóri Matís einu sinni þannig að ég er kátur með þetta.“Sjá: Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum. Friðrik Friðriksson, fráfarandi formaður stjórnarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að vinnubrögð Gunnars Braga væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik. Gunnar Bragi er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sýnt fram á ámælisverð vinnubrögð. Gunnar Bragi skipaði þá aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís.Sjá: Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmanna sinn í stjórn Matís. Þetta hefur sætt gagnrýni enda stutt í að kjörtímabilinu lýkur. Gunnar Bragi blæs á slíka gagnrýni og segir að tafir á málinu í sumar orsaki það að skipunin gekk í gegn svo seint. „Út úr stjórninni fóru aðilar sem tengjast bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og in fara aðilar sem tengjast báðum flokkum. Allt hæfir einstaklingar með góða reynslu og góða menntun. Þannig að ég blæs á slíkt,“ segir hann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj 27. október 2016 07:00
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00