Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2016 19:30 Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50