Brýnt að samstaða náist um norrænt samningamódel að mati forseta ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2016 19:30 Forseti Alþýðusambandsins sagði á þingi þess í dag mikilvægt að koma á norrænu samningamódeli á Íslandi sem tryggt hefði vinnandi fólki á Norðurlöndunum meiri kaupmátt, lægri vexti og minni verðbólgu en Íslendingar ættu að venjast. Eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að húsnæðisfrumvörpum stjórnvalda væri nú hægt að hefja uppbyggingu í húsnæðismálum. Í ávarpi sínu á þingi Alþýðusambandsins í dag minntist forseti sambandsins þeirra sigra sem verkalýðshreyfingin hefði unnið fyrir vinnandi fólk í landinu í hundrað ára sögu sinni og þeirra víðtæku réttinda sem hún hefði tryggt með baráttu sinni. En hann sagði hreyfinguna enn hafa mikilvægu hlutverki að gegna og brýndi fólk áfram. „En ágætu félagar. ef það er eitthvað sem hefur verið rauður þráður í okkar baráttu síðast liðinn hundrað ár, fyrir utan náttúrlega kjarabaráttuna, eru það húsnæðismálin. Öruggt húsnæði á viðunandi kjörum er grundvallar mannréttindi og launafólk hefur frá upphafi beitt verkalýðshreyfingunni og þá einkum Alþýðusambandinu til að berjast fyrir úrbótum í húsnæðismálum,“ sagði Gylfi. Það væri því ánægjulegt að hreyfingunni hefði tekist að fá í gegn nýja löggjöf um verulega niðurgreiðslu á stofnkostnaði almennra íbúða til að leysa húsnæðisvanda tekjulægri heimila. Ásamt skuldbindingu stjórnvalda til að byggja allt að 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þótt hann teldi að það þyrfti meira til. Þá hafi ASÍ ákveðið að standa að stofnun almenns íbúðafélags ásamt BSRB. Nú sé hægt að ráðast í húsbyggingar.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirMeiri óróleiki á vinnumarkaði en oft áðurGylfi sagði meiri óróleika hafa ríkt á vinnumarkaði undanfarið ár en um langt skeið. En að lokum hefði tekist að ná samkomulagi um nýtt samningalíkan. Nauðsynlegt væri að koma á norrænu samningamódeli hér á landi sem hefði tryggt verkafólki á hinum Norðurlöndunum meiri kaupmáttaraukningu, lægri vexti og verðbólgu en hér á landi. „Ef okkur á að takast að ná tökum á þessu hér á landi verður það ekki gert nema með samvinuverkefni á breiðum vettvangi. Stjórnmálin og vinnumarkaðurinn í samstarfi við Seðlabankann verða að taka höndum saman og endurskoða samskipti og hlutverkaskiptingu varðandi lykilþætti. Bæði efnahagsmál og félags- og velferðarmála,“ sagði forseti ASÍ. Traust á milli aðila á vinnumarkaði og innan stjórnmálanna væri lykilforsenda fyrir að hægt væri að fara þessa leið. „Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur á milli stjórnmálanna og vinnumarkaðrins. Við köllum þetta félagslegan stöðugleika og teljum að of langt hafi verið gengið í skattalækknum til tekjuhæsta hluta þjóðarinnar. Þannig að mikilvæg velferðarverkefni á borð við húsnæðismál, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, velferð og jafnræði á vinnumarkaði eru í uppnámi og verulega vanfjármögnuð,“ sagði Gylfi. Þá sagði forseti ASÍ að ef ekki tækist samstaða um að jafna lífeyriskjörin væri hætta á að samstarf um SALEK rynni út í sandinn og þar með kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eftir áramótin. Allir stjórnmálaflokkar sem og aðilar vinnumarkaðrins þyrftu að vinna að því að þetta gerðist ekki. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra þakkaði Alþýðusambandinu fyrir þátt þess í þeim húsnæðisfrumvörpum sem voru samþykkt á Alþingi í sumar og haust. „Ég tel að með þessu muni nást þau markmið sem ég hef barist fyrir í húsnæðismálum. Sem er að skapa raunhæfa valkosti fyrir fólk, óháð efnahag og tryggja þannig heimilum landsins öruggt húsnæði,“ sagði Eygló. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins sagði á þingi þess í dag mikilvægt að koma á norrænu samningamódeli á Íslandi sem tryggt hefði vinnandi fólki á Norðurlöndunum meiri kaupmátt, lægri vexti og minni verðbólgu en Íslendingar ættu að venjast. Eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að húsnæðisfrumvörpum stjórnvalda væri nú hægt að hefja uppbyggingu í húsnæðismálum. Í ávarpi sínu á þingi Alþýðusambandsins í dag minntist forseti sambandsins þeirra sigra sem verkalýðshreyfingin hefði unnið fyrir vinnandi fólk í landinu í hundrað ára sögu sinni og þeirra víðtæku réttinda sem hún hefði tryggt með baráttu sinni. En hann sagði hreyfinguna enn hafa mikilvægu hlutverki að gegna og brýndi fólk áfram. „En ágætu félagar. ef það er eitthvað sem hefur verið rauður þráður í okkar baráttu síðast liðinn hundrað ár, fyrir utan náttúrlega kjarabaráttuna, eru það húsnæðismálin. Öruggt húsnæði á viðunandi kjörum er grundvallar mannréttindi og launafólk hefur frá upphafi beitt verkalýðshreyfingunni og þá einkum Alþýðusambandinu til að berjast fyrir úrbótum í húsnæðismálum,“ sagði Gylfi. Það væri því ánægjulegt að hreyfingunni hefði tekist að fá í gegn nýja löggjöf um verulega niðurgreiðslu á stofnkostnaði almennra íbúða til að leysa húsnæðisvanda tekjulægri heimila. Ásamt skuldbindingu stjórnvalda til að byggja allt að 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þótt hann teldi að það þyrfti meira til. Þá hafi ASÍ ákveðið að standa að stofnun almenns íbúðafélags ásamt BSRB. Nú sé hægt að ráðast í húsbyggingar.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirMeiri óróleiki á vinnumarkaði en oft áðurGylfi sagði meiri óróleika hafa ríkt á vinnumarkaði undanfarið ár en um langt skeið. En að lokum hefði tekist að ná samkomulagi um nýtt samningalíkan. Nauðsynlegt væri að koma á norrænu samningamódeli hér á landi sem hefði tryggt verkafólki á hinum Norðurlöndunum meiri kaupmáttaraukningu, lægri vexti og verðbólgu en hér á landi. „Ef okkur á að takast að ná tökum á þessu hér á landi verður það ekki gert nema með samvinuverkefni á breiðum vettvangi. Stjórnmálin og vinnumarkaðurinn í samstarfi við Seðlabankann verða að taka höndum saman og endurskoða samskipti og hlutverkaskiptingu varðandi lykilþætti. Bæði efnahagsmál og félags- og velferðarmála,“ sagði forseti ASÍ. Traust á milli aðila á vinnumarkaði og innan stjórnmálanna væri lykilforsenda fyrir að hægt væri að fara þessa leið. „Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur á milli stjórnmálanna og vinnumarkaðrins. Við köllum þetta félagslegan stöðugleika og teljum að of langt hafi verið gengið í skattalækknum til tekjuhæsta hluta þjóðarinnar. Þannig að mikilvæg velferðarverkefni á borð við húsnæðismál, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, velferð og jafnræði á vinnumarkaði eru í uppnámi og verulega vanfjármögnuð,“ sagði Gylfi. Þá sagði forseti ASÍ að ef ekki tækist samstaða um að jafna lífeyriskjörin væri hætta á að samstarf um SALEK rynni út í sandinn og þar með kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eftir áramótin. Allir stjórnmálaflokkar sem og aðilar vinnumarkaðrins þyrftu að vinna að því að þetta gerðist ekki. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra þakkaði Alþýðusambandinu fyrir þátt þess í þeim húsnæðisfrumvörpum sem voru samþykkt á Alþingi í sumar og haust. „Ég tel að með þessu muni nást þau markmið sem ég hef barist fyrir í húsnæðismálum. Sem er að skapa raunhæfa valkosti fyrir fólk, óháð efnahag og tryggja þannig heimilum landsins öruggt húsnæði,“ sagði Eygló.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira