Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2016 21:14 Arna Ýr Jónsdóttir Vísir/EPA Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil. Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil.
Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19