Eigum öll jörðina saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:45 "Það er heilmikill boðskapur í bókinni án þess að ég sé að lesa yfir hausamótunum á fólki,“ segir Lára. Vísir/GVA Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira