Fékk óblíðar móttökur í heimkomunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 07:00 Brock Osweiler heyrði oft lítið fyrir baulinu í áhorfendum. Vísir/Getty Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016 NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira