Píratar vilja taka Binga til bæna Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2016 13:41 Píratarnir Helgi Hrafn og Halldór sauma að Birni Inga vegna orða hans um að kaldhæðnislegt sé að kröfur séu fram settar sem snúa að höfundarrétti vegna myndar af Birgittu Jónsdóttur. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og fjölmiðlamaður, segir það „eitthvað stórkostlega kaldhæðnislegt við það að ljósmyndari hyggist kæra fólk fyrir að deila á facebook mynd af Birgittu Jónsdóttur Pírata í leyfisleysi.“ Þannig hefst klausa sem Björn Ingi, sem jafnan er kallaður Bingi af vinum sínum, birti á Facebooksíðu sinni. Hann er að öllum líkindum að vísa til fréttar Vísis, þó hann tengi ekki við hana einhverra hluta vegna, sem fjallar um að Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari ætli að senda rúmlega 200 manns kröfu vegna misnotkunar á mynd sem hann tók fyrir nokkrum árum af Birgittu Jónsdóttur og ljósmyndaranum Spessa.Hvað yrði sagt ef þetta væru Bjarni Ben eða Sigmundur Davíð?Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldór Auðar Svansson hafa lagt orð í belg og telja Björn Inga vera ómálefnalegan með afbrigðum og geri fólki upp skoðanir. Reyndar telja þeir málflutning fjölmiðlamannsins Björns Inga hriplekan og á hann í vök að verjast á Facebook-síðu sinni. Þar hafa sprottið líflegar samræður og athyglisverðar um höfundaréttarmál. Í örpistli sínum á Facebook segir Björn Ingi að í fyrsta lagi deili fólk hægri vinstri myndum af stjórnmálamönnum og enginn sagt orð um það fyrr en þessi mynd birtist. „Hvað ætli yrði sagt ef einhver ætlaði að kæra 200 manns fyrir að deila mynd af Sigmundi Davíð eða Bjarna Ben? Í öðru lagi er Birgitta í forsvari fyrir stjórnmálaflokk sem boðar afnám höfundarréttar og að allir megi deila hverju sem er á Netinu. Gleymdist kannski að segja að undantekningin á þessu séu myndir af Birgittu sjálfri?“Píratar vilja ekki afnema höfundaréttHalldór Auðar þykir Björn Ingi fara býsna frjálslega með og bendir honum á stefnuskrá Pírata, þann þátt sem fjallar um höfundarrétt. Flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson er afdráttarlausari en hinn kurteisi Halldór.Daníel Rúnarsson ljósmyndari er einn þeirra sem leggur orð í belg og hann tekur engum silkihönskum á útgefandanum Birni Inga.„Það er ótrúlegt hvað fólki tekst illa að vera málefnalegt þegar kemur að umræðunni um höfundarétt. Sífellt þarf að gera öðrum upp eins öfgafullar skoðanir og hugsast getur,“ segir Helgi Hrafn og heldur svo áfram: „Píratar vilja ekki afnema höfundarétt, Björn Ingi Hrafnsson og ég á frekar bágt með að trúa því að þú vitir það ekki, eftir alla þá athygli sem okkar málflutningur hefur fengið síðustu ár þar sem við höfum verið að leiðrétta þetta aftur, og aftur og aftur.“Óskýr stefna PírataHelgi Hrafn furðar sig þá á því að Björn Ingi virðist telja Pírata eiga höfundarétt á þeim myndum sem teknar eru af þeim? „En burtséð frá því er það kaldhæðnislegt að þú segir svona, þegar þú sjálfur bendir einmitt á fáránleikann í því að ætla að framfylgja höfundarétti með hefðbundnum hætti á netinu. Þar tek ég undir með þér. En síðast en ekki síst; heldurðu að Birgitta Jónsdóttir eða Píratar eigi sjálfkrafa höfundarétt að þeim myndum sem eru teknar af henni eða öðrum Pírötum? Hvernig tekst fólki að kenna Pírötum um það að rétthafi myndarinnar reyni að stjórna umferð hennar?“ Björn Ingi svarar og segir stefnu Pírata mjög óskýra. „Og nei Birgitta á ekki höfundarétt að myndum af henni. Og enginn er að kenna Pírötum um þetta. Ég sagði aðeins að þetta sé stórkostlega kaldhæðnislegt, sem það sannarlega er. Og greinilega mjög viðkvæmt líka.“Miðlar Björn Inga skussar í þessum efnumÝmsir aðrir leggja orð í belg svo sem ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson sem setur upp boxhanskana: „Það kemur að vísu ekkert á óvart að umræða um höfundarréttarlögin komi þér almennt kómískt fyrir sjónir, Björn. Miðlar þínir eru líklega þeir allra verstu skussar í þeim málum sem sést hafa í allri útgáfusögu Íslands.“ Björn Ingi svarar og bætir í, háðskur í bragði: „Já og eflaust mannkynssögunni líka. En við erum bara ekkert að tala um fjölmiðla. Það gilda aðrar reglur um þá. Við erum að tala um það sem fólk deilir sín á milli á samskiptamiðlum.“ Ljóst er að höfundarréttarmálin eru heit þessa dagana. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kærir rúmlega 200 manns fyrir að misnota mynd af Birgittu Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari hefur boðað aðgerðir en hann svíður misnotkun á höfundarverki sínu. 24. október 2016 10:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og fjölmiðlamaður, segir það „eitthvað stórkostlega kaldhæðnislegt við það að ljósmyndari hyggist kæra fólk fyrir að deila á facebook mynd af Birgittu Jónsdóttur Pírata í leyfisleysi.“ Þannig hefst klausa sem Björn Ingi, sem jafnan er kallaður Bingi af vinum sínum, birti á Facebooksíðu sinni. Hann er að öllum líkindum að vísa til fréttar Vísis, þó hann tengi ekki við hana einhverra hluta vegna, sem fjallar um að Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari ætli að senda rúmlega 200 manns kröfu vegna misnotkunar á mynd sem hann tók fyrir nokkrum árum af Birgittu Jónsdóttur og ljósmyndaranum Spessa.Hvað yrði sagt ef þetta væru Bjarni Ben eða Sigmundur Davíð?Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldór Auðar Svansson hafa lagt orð í belg og telja Björn Inga vera ómálefnalegan með afbrigðum og geri fólki upp skoðanir. Reyndar telja þeir málflutning fjölmiðlamannsins Björns Inga hriplekan og á hann í vök að verjast á Facebook-síðu sinni. Þar hafa sprottið líflegar samræður og athyglisverðar um höfundaréttarmál. Í örpistli sínum á Facebook segir Björn Ingi að í fyrsta lagi deili fólk hægri vinstri myndum af stjórnmálamönnum og enginn sagt orð um það fyrr en þessi mynd birtist. „Hvað ætli yrði sagt ef einhver ætlaði að kæra 200 manns fyrir að deila mynd af Sigmundi Davíð eða Bjarna Ben? Í öðru lagi er Birgitta í forsvari fyrir stjórnmálaflokk sem boðar afnám höfundarréttar og að allir megi deila hverju sem er á Netinu. Gleymdist kannski að segja að undantekningin á þessu séu myndir af Birgittu sjálfri?“Píratar vilja ekki afnema höfundaréttHalldór Auðar þykir Björn Ingi fara býsna frjálslega með og bendir honum á stefnuskrá Pírata, þann þátt sem fjallar um höfundarrétt. Flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson er afdráttarlausari en hinn kurteisi Halldór.Daníel Rúnarsson ljósmyndari er einn þeirra sem leggur orð í belg og hann tekur engum silkihönskum á útgefandanum Birni Inga.„Það er ótrúlegt hvað fólki tekst illa að vera málefnalegt þegar kemur að umræðunni um höfundarétt. Sífellt þarf að gera öðrum upp eins öfgafullar skoðanir og hugsast getur,“ segir Helgi Hrafn og heldur svo áfram: „Píratar vilja ekki afnema höfundarétt, Björn Ingi Hrafnsson og ég á frekar bágt með að trúa því að þú vitir það ekki, eftir alla þá athygli sem okkar málflutningur hefur fengið síðustu ár þar sem við höfum verið að leiðrétta þetta aftur, og aftur og aftur.“Óskýr stefna PírataHelgi Hrafn furðar sig þá á því að Björn Ingi virðist telja Pírata eiga höfundarétt á þeim myndum sem teknar eru af þeim? „En burtséð frá því er það kaldhæðnislegt að þú segir svona, þegar þú sjálfur bendir einmitt á fáránleikann í því að ætla að framfylgja höfundarétti með hefðbundnum hætti á netinu. Þar tek ég undir með þér. En síðast en ekki síst; heldurðu að Birgitta Jónsdóttir eða Píratar eigi sjálfkrafa höfundarétt að þeim myndum sem eru teknar af henni eða öðrum Pírötum? Hvernig tekst fólki að kenna Pírötum um það að rétthafi myndarinnar reyni að stjórna umferð hennar?“ Björn Ingi svarar og segir stefnu Pírata mjög óskýra. „Og nei Birgitta á ekki höfundarétt að myndum af henni. Og enginn er að kenna Pírötum um þetta. Ég sagði aðeins að þetta sé stórkostlega kaldhæðnislegt, sem það sannarlega er. Og greinilega mjög viðkvæmt líka.“Miðlar Björn Inga skussar í þessum efnumÝmsir aðrir leggja orð í belg svo sem ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson sem setur upp boxhanskana: „Það kemur að vísu ekkert á óvart að umræða um höfundarréttarlögin komi þér almennt kómískt fyrir sjónir, Björn. Miðlar þínir eru líklega þeir allra verstu skussar í þeim málum sem sést hafa í allri útgáfusögu Íslands.“ Björn Ingi svarar og bætir í, háðskur í bragði: „Já og eflaust mannkynssögunni líka. En við erum bara ekkert að tala um fjölmiðla. Það gilda aðrar reglur um þá. Við erum að tala um það sem fólk deilir sín á milli á samskiptamiðlum.“ Ljóst er að höfundarréttarmálin eru heit þessa dagana.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kærir rúmlega 200 manns fyrir að misnota mynd af Birgittu Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari hefur boðað aðgerðir en hann svíður misnotkun á höfundarverki sínu. 24. október 2016 10:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Kærir rúmlega 200 manns fyrir að misnota mynd af Birgittu Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari hefur boðað aðgerðir en hann svíður misnotkun á höfundarverki sínu. 24. október 2016 10:41