Viðreisn vill ekki taka þátt í „gamaldags dilkadrætti“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 17:58 Frá stofnfundi Viðreisnar. Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira