Ráðherra segir ekki óeðlilegt að skipa aðstoðarmann ef hann er eins og Sunna Þorgeir Helgason skrifar 22. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarkonu sinni. Mynd af Facebook-síðu Framsóknarflokksins „Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem að skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnarmanna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðninguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar rafmagnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýj 20. október 2016 07:00