Söngur er okkar gjaldmiðill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 10:15 Þessi mynd af Samkór Kópavogs var tekin í Stykkishólmskirkju í vorferð kórsins 2016. „Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira