Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 21:38 Benedikt Jóhannesson segir að Steingrímur J. hafi upplýst um, úti í Grímsey, að VG væri reiðubúið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu. Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu.
Kosningar 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira