Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2016 19:20 Úr myndveri þar sem oddvitar stærstu flokkanna sátu fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30