Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 23:56 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38