Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 16:31 Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira