Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:55 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48
Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03