Kleinuhringjaspáin sló öllum könnunum við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 13:30 Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts þegar fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi. Þeir fengu ársbirgðir fyrir biðina og því ólíklegt að þeir hafi verið gestir staðarins í vikunni. vísir/pjetur Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina. Kosningar 2016 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina.
Kosningar 2016 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira