Helga missti af kosningavöku Dögunar vegna fýluferðar upp í RÚV Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 01:49 Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Vísir/ernir Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira