Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlega fjallað um þau sögulegu tíðindi sem áttu sér stað í Bandaríkjunum í nótt þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
Við verðum í beinni frá New York og ræðum við kjósendur á staðnum og könnum viðbrögð innlendra sem erlendra þjóðarleiðtoga.
Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ritstjórn skrifar