Enn á ný fara landsliðsverkefni illa með Arsenal-leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 16:45 Alexis Sanchez. Vísir/Getty Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira